Innlent

Frjálslyndir vilja tengja krónuna við evru

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi ekki trú á íslensku krónunni. Það séu helstu tíðindin sem megi lesa út úr hugmyndum sem hann reifaði á vefsíðu sinni um að taka upp evru á grundvelli EES samningsins.

„En það sem er merkilegast við þetta er að í þessum orðum felst ákveðin viðurkenning sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands og mikils áhrifa manns í Sjálfstæðisflokknum á því að hann hafi ekki trú á íslensku krónunni. Það eru náttúrulega aðlal tíðindin í þessu," segir Guðjón Arnar á vefsíðu Frjálslynda flokksins.

Guðjón segir að Frjálslyndi flokkurinn sé alls ekki á móti því að tengja krónuna við annan gjaldmiðil. Þvert á móti hafi flokkurinn talað fyrir því í síðustu kosningum. Hins vegar verði ekki skipt um gjaldmiðil í 13% verðbólgu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×