Innlent

Deilt um Kársnes

Bæjarstjórnarfundur í Kópavogi hófst klukkan 16 um skipulagsbreytingar á Kársnesi sem meirihlutinn vill setja í auglýsingu. Minnihlutinn vill fresta því fram á haust og íbúar á Kársnesi saka bæjarstjórn um lítið samráð.

Síðastliðinn fimmtudag var ákveðið í bæjarráði Kópavogs að setja tillögu B í formlegt auglýsingaferli vegna skipulagsbreytinga á Kársnesi. Minnihlutinn andmælti því og var málið því tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi síðdegis sem enn stendur yfir. Minnihlutinn segir tillöguna ekki nægilega útfærða og ganga þurfi frá lausum endum áður en hún fari í lögformlegt ferli.

Samtökin Betri byggð á Kársnesi óttast að umferð aukist við þéttingu byggðar og engar ráðstafanir hafi verið gerðar. Formaður samtakanna segir íbúana hafa lítið um málið að segja þegar það er farið í auglýsingu.

Bæjarstjórinn í Kópavogi er þessu ósammála og segir að öllum gefist kostur á að gera athugasemdir við tillöguna þó hún fari í auglýsingu.




Tengdar fréttir

Blaut tuska framan í íbúa Kársness

Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness.

Mótmæla svæðisskipulagstillögum á Kársnesi

Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Kópavogs kl. 16:00 í dag til að afgreiða aðal- og svæðisskipulagstillögur fyrir Kársnes. Í fréttatilkynningu frá samtökunum, Betri byggð á Kársnesi, segir að áætlanir um mestu þéttingu sem sögur fara af í grónu íbúðarhverfi standi óbreyttar, með meira en tvöföldun á íbúafjölda og mikilli aukningu á atvinnustarfsemi.

Yfir 300 manns á kynningarfundi í Kópavogi

Á milli þrjú og fjögur hundruð manns mættu á kynningarfund hjá skipulags- og umhverfissviði Kópavogsbæjar í gærkvöldi um skipulagshugmyndir á Kársnesi.

Bæjarskipulagið fer ekki í frí

Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Örnu Harðardóttir, formanns Betri byggðar á Kársnesi, varðandi fundarboð og tímasetningar kynningarfundar sem haldinn verður í kvöld þar sem framtíðarskipulag Kársness verður kynnt.

Einræða Kópavogsbæjar

Formaður Betri byggðar í Kársnesis segir að kynningarfundur sem haldinn var í gærkvöldi um blandaða byggð á Kársnesi hafi verið einræðu á vegum Kópavogsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×