Innlent

Yfirgangur og tillitsleysi í Kópavogi

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

,,Þetta er ekkert annað en yfirgangur og tillitsleysi við íbúa í Kópavogi," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, um ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að setja umdeildar skipulagsbreytingar á Kársnesi í auglýsingu.

Samtökin Betri byggð á Kársnesi óttast að umferð aukist við þéttingu byggðar og engar ráðstafanir hafi verið gerðar. Formaður samtakanna segir íbúana hafa lítið um málið að segja þegar það er farið í auglýsingu.

Guðríður undrast vinnubrögð bæjaryfirvalda. ,,Það liggur ekkert á og þetta ferli á að vinna í samvinnu við íbúa." Fyrir viku var haldinn kynningarfundur þar sem framtíðarskipulag Kársness var kynnt. ,,Fólki gafst ekki færi á að koma með fyrirspurnir á fundinum og bæjaryfirvöld ítrekuðu að um kynningarfund væri að ræða," segir Guðríður. Tveimur dögum síðar lagði meirihlutinn til í bæjarráði að tillögurnar færu í auglýsingu.

Í framhaldinu óskaði minnihlutinn eftir aukafundi í bæjarstjórn sem haldinn var í dag. ,,Við óskuðum eftir að ferlinu yrði frestað þangað til að ítarlegri kynning fyrir íbúum Kársness hefur farið fram og fullunnin umhverfisskýrsla liggur fyrir," segir Guðríður og bætir við að skýrslan sé ókláruð. ,,Það er verið að vitna i 30 ára gömul gögn sem segja að líklega muni landfyllingarnar og framkvæmdin ekki hafa áhrif á vistkerfið."

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar ákvað á aukafundinum í dag með sex atkvæðum gegn fimm að setja skipulagstillögurnar á Kársnesi í auglýsingu.

Guðríður segir að bæjaryfirvöld hafi glutrað niður gullnu tækifæri til að þróa veigamiklar skipulagsbreytingar á svæði sem flestir séu sammála um að þurfi að breyta í sátt og samvinnu við íbúa.

,,Það var búið að stíga mikilvæg skref frá tillögunum í fyrra en með afgreiðslunni í dag er verið að stíga tvö skref aftur á bak. Það var engan veginn tímabært að afgreiða tillöguna á þessari stundu."


Tengdar fréttir

Blaut tuska framan í íbúa Kársness

Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness.

Mótmæla svæðisskipulagstillögum á Kársnesi

Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Kópavogs kl. 16:00 í dag til að afgreiða aðal- og svæðisskipulagstillögur fyrir Kársnes. Í fréttatilkynningu frá samtökunum, Betri byggð á Kársnesi, segir að áætlanir um mestu þéttingu sem sögur fara af í grónu íbúðarhverfi standi óbreyttar, með meira en tvöföldun á íbúafjölda og mikilli aukningu á atvinnustarfsemi.

Ekki tilviljun að breytingar séu kynntar á sumrin

,,Það er auðvitað ekki nein tilviljun að flestar meiriháttar skipulagsbreytingar í Kópavogi fari í kynningu á sumrin þegar fólk er í fríi þegar viðbúið er að færri skili inn athugasemdum," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Deilt um Kársnes

Bæjarstjórnarfundur í Kópavogi hófst klukkan 16 um skipulagsbreytingar á Kársnesi sem meirihlutinn vill setja í auglýsingu. Minnihlutinn vill fresta því fram á haust og íbúar á Kársnesi saka bæjarstjórn um lítið samráð.

Yfir 300 manns á kynningarfundi í Kópavogi

Á milli þrjú og fjögur hundruð manns mættu á kynningarfund hjá skipulags- og umhverfissviði Kópavogsbæjar í gærkvöldi um skipulagshugmyndir á Kársnesi.

Bæjarskipulagið fer ekki í frí

Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Örnu Harðardóttir, formanns Betri byggðar á Kársnesi, varðandi fundarboð og tímasetningar kynningarfundar sem haldinn verður í kvöld þar sem framtíðarskipulag Kársness verður kynnt.

Einræða Kópavogsbæjar

Formaður Betri byggðar í Kársnesis segir að kynningarfundur sem haldinn var í gærkvöldi um blandaða byggð á Kársnesi hafi verið einræðu á vegum Kópavogsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×