Innlent

Verðmæti aflans eykst um tvo milljarða á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 54 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2008 sem er tæpum tveimur milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Þar segir einnig að aflaverðmæti í júlímánuði einum hafi numið 8,7 milljörðum króna og jókst um þrjá milljarða á milli ára. Aflaverðmæti botnfisks í janúar til júlí 2008 nam 39,2 milljörðum og jókst um 2,4 prósent miðað við sama tímabili árið 2007. Þar munar mest um aukið verðmæti ýsuaflans en það jókst um rúm 17 prósent.

Þá jókst verðmæti flatfiskafla um rúman fimmtung á milli ára og nam 3,6 milljörðum og aflaverðmæti uppsjávarafla nam 10,2 milljörðum sem er svipað og fyrstu sjö mánuði ársins 2007.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×