Lífið

Amy heimsækir ástina klædd Grease jakka

Amy Winehouse yfirgaf heimili sitt í norður Lundúnum í vikunni klædd í bleikan Grease jakka á leið sinni í fangelsið að heimsækja manninn sem hún elskar, Blake Fielder-Civil, sem situr í fangelsi sakaður um að hindra framgang réttvísinnar.

Haft er eftir samföngum Blake að hann hafi stundað að skipta á árituðum myndum af Amy fyrir heróín í fangelsinu.

Á dögunum sagðist Amy vera mikill aðdáandi Grease bíómyndarinnar sem var vinsæl á heimsvísu árið 1978 og þegar söngkonan var aðeins 11 ára fór hún með hlutverk Rizzo í skólasöngleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.