Innlent

Eldsneytisverð lækkar umtalsvert

Olíufélögin hafa nú hvert af öðru lækkað eldsneytisverð umtalsvert og bensínlítrinn sums staðar kominn niður fyrir 160 krónur.

Atlantsolía lækkaði verð á bensíni og dísil um sex krónur og eru algengt verð þá 159 krónur og 10 aurar lítrinn af bensíni og 178 krónur og 90 aurar lítrinn af díselolíu.

Þá hefur N1 lækkað verð á bensíni um 7 krónur og 80 aura á lítrann og dísilolíu um átta krónur. Algengt verð á bensínlítra er því 158 krónur og 90 aurar og á dísilolíu 178 krónur og 60 aurar. N1 segir í tilkynningu að með þessari lækkun hafi bensín lækkað samtals um tæplega 19 krónur og dísil um 21 krónu á tæpum tveimur vikum.

Þá hefur Olís einnig lækkað verð um átta krónur á lítrann. Algengt sjálfsafgreiðsluverð þar á bæ 158 krónur og 70 aurar og 178 krónur og 60 aurar fyrir dísilolíu. Lægsta verð hjá Olís er á bensínstöðinni á Háaleitisbraut en þar kostar lítrinn af bensíni 156 krónur og 70 aura og dísel 176 krónur og 60 aura.

Ekki hafa fengist upplýsingar um verðbreytingar hjá Skeljungi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×