Erlent

Kappræðurnar höfðu lítil áhrif á fylgi

Enn mætast stálin stinn.
Enn mætast stálin stinn.

Nýjasta Gallup könnun sem mælir stuðning við bandarísku forsetaframbjóðendurna sýnir að Barack Obama nýtur stuðnings 50% Bandaríkjamanna en John McCain nýtur stuðnings 43%.

Skoðanakönnunin er gerð dagana 14-16 október, en síðustu kappræður Obama og McCain fóru fram þann 15. Fátt bendir til þess að kappræðurnar hafi haft nokkur áhrif á fylgi frambjóðenda.

Gallup hefur daglega mælt stuðning við frambjóðendur frá byrjun ársins og er svörum safnað frá að minnsta kosti 1000 manns um gervöll Bandaríkin á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×