Lífið

Stjörnur syngja gegn krabbameini

Beyoncé Knowles er ein þeirra sem ætlar að syngja í laginu í tengslum við - Stand Up To Cancer - sem kemur út 2. september. MYND/AFP
Beyoncé Knowles er ein þeirra sem ætlar að syngja í laginu í tengslum við - Stand Up To Cancer - sem kemur út 2. september. MYND/AFP

Fimmtán heimsþekktar söngkonur munu syngja saman lag í tengslum við fjáröflunarþátt sem sýndur verður í beinni útsendingu á bandarísku sjónvarpsstöðvunum ABC, NBC og CBS 5. september næst komandi. Yfirskrift söfnunarinnar er - Stand Up To Cancer - og verður féð sem tekst að safna notað í baráttunni gegn krabbameini.

Þremur dögum áður kemur út sérstakt lag í tengslum við fjáröflunina. Mariah Carey, Beyonce, Leona Lewis, Natasha Bedingfield, Rihanna Mary J Blige, Fergie, Sheryl Crow, LeAnn Rimes, Carrie Underwood, Miley Cyrus, Ciara, Keyshia Cole, Ashanti og Melissa Etheridge syngja lagið og saman munu þær flytja lagið í sjálfri útsendingunni.

Fjölmargar aðrar stjörnur koma fram í þættinum, þar meðal leikkonurnar Jennifer Aniston, Meryl Streep og Reese Witherspoon sem og hjólreiðagarpinn Lance Armstrong sem sjálfur hefur greinst með krabbamein.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.