Lífið

Jay-Z slaufar brúðkaupsferðinni

Það er ekki víst að Beyonce sé hrifin af forgangsröðinni hjá nýbökuðum eiginmanni sínum. Jay-Z ákvað að sleppa því að fara með henni í brúðkaupsferð til að missa ekki úr vinnu.

Jermaine Dupri, samstarfsmaður rapparans, sagði í viðtali við Us tímaritið að Jay-Z hefði verið kominn aftur í vinnu innan við sólarhring eftir að hann kvæntist sinni heittelskuðu þann fjórða apríl síðastliðinn. Dupri sagði að þeir hefðu verið við upptökur á nýjustu plötu Usher, en vildi ekkert tjá sig frekar um einkalíf samstarfsmannsins. „Við tölum ekkert um svoleiðis dót. Við tölum bara um vinnu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.