Aftur til samvinnu 13. desember 2008 06:00 Íslenskur almenningur situr nú í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera draumsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Óheftur kapítalismi er hruninn líkt og kommúnisminn í lok síðustu aldar. @Megin-Ol Idag 8,3p :Tími er til kominn að skoða aðra hugmyndafræði, sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun þar sem fólk leggur saman þekkingu sína, reynslu og hagsmuni til að ná ákveðnum sameiginlegum markmiðum. Það er kominn tími til að endurreisa samvinnuhugsjónina á Íslandi. Í alltof langan tíma hefur samvinna verið ljótt orð í íslensku. Hugmyndafræðin á bakvið samvinnustefnuna hefur týnst og meira að segja menn innan samvinnuhreyfingarinnar sjálfrar hafa týnt sér í frjálshyggjunni og græðgisvæðingu hins íslenska samfélags, eins og sorgardæmið um Samvinnutryggingar sýnir svo átakanlega. En fyrir hvað stendur samvinnustefnan? Að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman en sem einstaklingar. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða hörundslitar. Að vinna að því að hvetja til reksturs samvinnufélaga og annarra sameignarfélaga sem hafa hagsmuni meðlima að leiðarljósi fremur en það eitt að hámarka hagnað. Þar sem manngildi er sett ofar auðgildi. En hún er dáin, er það ekki? Samvinnumenn vilja vissulega ná árangri, en á grunni siðferðislegra gilda og sterkrar samfélagslegrar vitundar. Þetta endurspeglast í viðhorfum þeirra gagnvart samfélaginu og umhverfinu. Gildin eru : sjálfshjálp, sjálfsábyrgð, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstaða. Þessi gildi endurspeglast síðan í áherslum þeirra á sjálfsábyrgð hvers og eins, lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti þar sem hver einstaklingur hefur eitt atkvæði, sjálfstæði, mikilvægi menntunar og upplýsinga til allra hagsmunaaðila, samvinnuanda og umhyggju fyrir samfélaginu sem þeir starfa í. En er samvinnuhreyfingin ekki dauð? Er hún ekki jafn útbrunnin og kapítalismi og kommúnismi? Á vefsíðu ICA (ica.coop), regnhlífarsamtaka samvinnumanna um heim allan kemur fram að alls standa að þeim 221 félagssamtök frá 87 löndum með meira en 800 milljónir meðlima. Félög sem starfa í anda samvinnustefnunnar má finna í landbúnaði, lánastarfsemi, sjávarútvegi, heilsugæslu, fasteignum, iðnaði, tryggingum, ferðaþjónustu, verslun, þróunaraðstoð og stjórnmálum. Meira að segja í hinu svokallaða höfuðvígi kapítalismans, Bandaríkjunum, sjá samvinnufélög í raforkuframleiðslu 25 milljónum manna fyrir rafmagni, eiga helming raforkulínanna og reka heilsugæslu, sem grundvallast á samvinnuhugsjóninni, fyrir 1,4 milljónir fjölskyldna. Framsóknarflokkurinn á rætur sínar í samvinnuhreyfingunni. Í stefnuskrá hans segir m.a.: „Við viljum byggja efnahagslíf þjóðarinnar á markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls." Í stefnuskránni segir líka „við setjum manngildi ofar auðgildi..." En hvar hafa áherslur flokksins verið? Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar voru meðal annars tveir bankar einkavæddir, eitt símafyrirtæki selt og hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja seldur.Markmiðið var að framselja eignir almennings til auðvaldsins í þeirri von að nokkrir brauðmolar dyttu af borðum hinna útvöldu til almúgans. Man einhver eftir hugmyndum um samvinnurekstur í heilbrigðisþjónustu, skólakerfinu eða bönkunum? Leik-, grunn-, og framhaldsskólum sem reknir væru af kennurum og foreldrum? Heilsugæslu þar sem læknar og sjúklingar sameinuðust um reksturinn? Húsnæðisfélögum þar sem íbúar taka höndum saman til að tryggja sér húsnæði á sanngjörnu verði? Skattalegri umbun til fyrirtækja sem sinna samfélagslegum verkefnum? Eða samvinnusparisjóðum þar sem markmiðið væri að lána peninga á sanngjörnum kjörum til meðlima? Framsóknarflokkurinn þarf, eins og aðrir, að gera upp við kapítalismann sem ráðið hefur ríkjum síðustu tvo áratugi. Það gerir hann best með því að leita aftur til upprunans og hefja samvinnustefnuna, sem hann var grundvallaður á, til fyrri metorða. Samvinna, samstarf og samvinnurekstur mega ekki lengur vera bannorð í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Íslenskur almenningur situr nú í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera draumsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Óheftur kapítalismi er hruninn líkt og kommúnisminn í lok síðustu aldar. @Megin-Ol Idag 8,3p :Tími er til kominn að skoða aðra hugmyndafræði, sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun þar sem fólk leggur saman þekkingu sína, reynslu og hagsmuni til að ná ákveðnum sameiginlegum markmiðum. Það er kominn tími til að endurreisa samvinnuhugsjónina á Íslandi. Í alltof langan tíma hefur samvinna verið ljótt orð í íslensku. Hugmyndafræðin á bakvið samvinnustefnuna hefur týnst og meira að segja menn innan samvinnuhreyfingarinnar sjálfrar hafa týnt sér í frjálshyggjunni og græðgisvæðingu hins íslenska samfélags, eins og sorgardæmið um Samvinnutryggingar sýnir svo átakanlega. En fyrir hvað stendur samvinnustefnan? Að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman en sem einstaklingar. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða hörundslitar. Að vinna að því að hvetja til reksturs samvinnufélaga og annarra sameignarfélaga sem hafa hagsmuni meðlima að leiðarljósi fremur en það eitt að hámarka hagnað. Þar sem manngildi er sett ofar auðgildi. En hún er dáin, er það ekki? Samvinnumenn vilja vissulega ná árangri, en á grunni siðferðislegra gilda og sterkrar samfélagslegrar vitundar. Þetta endurspeglast í viðhorfum þeirra gagnvart samfélaginu og umhverfinu. Gildin eru : sjálfshjálp, sjálfsábyrgð, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstaða. Þessi gildi endurspeglast síðan í áherslum þeirra á sjálfsábyrgð hvers og eins, lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti þar sem hver einstaklingur hefur eitt atkvæði, sjálfstæði, mikilvægi menntunar og upplýsinga til allra hagsmunaaðila, samvinnuanda og umhyggju fyrir samfélaginu sem þeir starfa í. En er samvinnuhreyfingin ekki dauð? Er hún ekki jafn útbrunnin og kapítalismi og kommúnismi? Á vefsíðu ICA (ica.coop), regnhlífarsamtaka samvinnumanna um heim allan kemur fram að alls standa að þeim 221 félagssamtök frá 87 löndum með meira en 800 milljónir meðlima. Félög sem starfa í anda samvinnustefnunnar má finna í landbúnaði, lánastarfsemi, sjávarútvegi, heilsugæslu, fasteignum, iðnaði, tryggingum, ferðaþjónustu, verslun, þróunaraðstoð og stjórnmálum. Meira að segja í hinu svokallaða höfuðvígi kapítalismans, Bandaríkjunum, sjá samvinnufélög í raforkuframleiðslu 25 milljónum manna fyrir rafmagni, eiga helming raforkulínanna og reka heilsugæslu, sem grundvallast á samvinnuhugsjóninni, fyrir 1,4 milljónir fjölskyldna. Framsóknarflokkurinn á rætur sínar í samvinnuhreyfingunni. Í stefnuskrá hans segir m.a.: „Við viljum byggja efnahagslíf þjóðarinnar á markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls." Í stefnuskránni segir líka „við setjum manngildi ofar auðgildi..." En hvar hafa áherslur flokksins verið? Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar voru meðal annars tveir bankar einkavæddir, eitt símafyrirtæki selt og hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja seldur.Markmiðið var að framselja eignir almennings til auðvaldsins í þeirri von að nokkrir brauðmolar dyttu af borðum hinna útvöldu til almúgans. Man einhver eftir hugmyndum um samvinnurekstur í heilbrigðisþjónustu, skólakerfinu eða bönkunum? Leik-, grunn-, og framhaldsskólum sem reknir væru af kennurum og foreldrum? Heilsugæslu þar sem læknar og sjúklingar sameinuðust um reksturinn? Húsnæðisfélögum þar sem íbúar taka höndum saman til að tryggja sér húsnæði á sanngjörnu verði? Skattalegri umbun til fyrirtækja sem sinna samfélagslegum verkefnum? Eða samvinnusparisjóðum þar sem markmiðið væri að lána peninga á sanngjörnum kjörum til meðlima? Framsóknarflokkurinn þarf, eins og aðrir, að gera upp við kapítalismann sem ráðið hefur ríkjum síðustu tvo áratugi. Það gerir hann best með því að leita aftur til upprunans og hefja samvinnustefnuna, sem hann var grundvallaður á, til fyrri metorða. Samvinna, samstarf og samvinnurekstur mega ekki lengur vera bannorð í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar