Erlent

Berlusconi lofar að taka til í Napólí

Haugar sem þessir eru orðnir algeng sjón á götum Napólí.
Haugar sem þessir eru orðnir algeng sjón á götum Napólí. MYND/AP

Silvio Berlusconi, verðandi forsætisráðherra Ítalíu, segist munu taka til hendinni í Napólí þar sem ruslahaugar hafa safnast upp á götum. Þá ætlar hann einnig að koma ítalska flugfélaginu Alitalia til bjargar.

Berlusconi og hægra- og miðbandlag hans sigraði í þingkosningum í gær og hefur auðjöfurinn aldni varað við erfiðum tímum fram undan. Hins vegar sagðist hann myndu halda sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á næstu dögum í Napólí þar sem hann myndi dveljast þrjá daga í viku þar til lausn hefði fundist á sorphreinsimálum bæjarbúa. Rusl hefur safnast þar upp á götum eftir að ruslahaugar borgarinnar fylltust í desember síðastliðnum.

Berlusconi sagði enn fremur að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja það að Alitalia starfaði áfram í þágu ítalskrar ferðaþjónustu og efnahags, en Air France-KLM hefur gert yfirtökutilboð í félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×