Innlent

Ekkert óeðlilegt við mun á efnahagsspám

Fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við verulegan mun á efnahagsspám fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans.

Fjármálaráðuneytið birti í morgun endurskoðaða þjóðhagsspá til ársins 2010. Í spánni er gert ráð fyrir verulegum samdrætti á næsta ári og að hagvöxtur dragist saman um 0,7 prósent. Hjól efnhagslífsins fara þó að snúast aftur árið 2010 og þá verður verðbólgan orðin 2,5 prósent.

Þó útlitið sé ekki bjart að mati sérfræðinga ráðuneytisins er spá þeirra nokkuð bjartsýnni en sú spá sem Seðlabankinn birti í síðustu viku. Þar var meðal annars gert ráð fyrir 30 prósenta lækkun fasteignaverðs - en sérfræðingar fjármálaráðuneytisins telja hins vegar lækkunin verði 15 prósent.

Þá munar töluverður hvað varðar þróun atvinnuleysis og verðbólgu. Ráðherra segir ekkert óeðlilegt við þennan mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×