Að minnsta kosti 1200 teknir af lífi á síðasta ári 15. apríl 2008 13:47 Amnesty International mótmæla við Austurvöll. MYND/Eól. Að minnsta kosti 1.200 einstaklingar voru teknir af lífi árið 2007 og ríkisvaldið tekur marga aðra til viðbótar af lífi með leynd í löndum eins og Kína, Mongólíu og Víetnam. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International. Í tilkynningunni segir að þessar tölur komi fram í árlegri skýrslu samtakanna, Dauðarefsingar og aftökur árið 2007 (Death Sentences and Executions in 2007), þar sem frá því er greint að hið minnsta 1.252 einstaklingar hafi verið teknir af lífi á síðasta ári í 51 landi. Talið er að allt að 27.500 einstaklingar séu á dauðadeildum um heim allan. „Tölurnar sýna einnig að aftökum fer fjölgandi í ýmsum ríkjum. Íran tók að minnsta kosti 317 einstaklinga af lífi árið 2007, Sádi Arabía 143 og Pakistan 135 - í samanburði við 177 í Íran, 39 í Sádi Arabíu og 82 í Pakistan árið 2006. Áttatíu og átta prósent allra aftaka fóru fram í fimm löndum: Kína, Íran, Sádi Arabíu, Pakistan og Bandaríkjunum. Í Sádi Arabíu voru flestir teknir af lífi sem hlutfall af fólksfjölda, en þar á eftir koma Íran og Líbýa. Amnesty International hefur getað staðfest að 470 einstaklingar hafi verið teknir af lífi í Kína - sem setur landið í efsta sæti yfir fjölda aftaka. En samtökin telja að raunverulegar aftökutölur í Kína séu án efa miklu hærri. Skýrslan tiltekur Kína sem forystuþjóð í aftökum í heiminum, en í landinu er dauðarefsingin flokkuð sem ríkisleyndarmál. Heimsbyggðin og gestir Ólympíuleikanna þurfa að geta sér til um þann fjölda sem landið tekur af lífi, en einungis kínversk yfirvöld vita nákvæmlega hve margt fólk hefur verið drepið með leyfi ríkisvaldsins. Hætta verður að taka fólk af lífi með leynd: binda verður enda á leyndina sem umlykur notkun dauðarefsingarinnar. Margar ríkisstjórnir fullyrða að aftökur njóti stuðnings almennings. Fólk hefur rétt til að vita hvað verið er að gera í þeirra nafni. En ýmis góð tíðindi gerðust varðandi dauðarefsinguna árið 2007. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með 104 atkvæðum gegn 54 (29 ríki sátu hjá) að hvetja öll ríki heimsins til að binda enda á notkun dauðarefsingarinnar. Allsherjarþing SÞ tók þá sögulegu ákvörðun að kalla eftir því að öll lönd í heiminum hætti að taka fólk af lífi. Yfirgnæfandi fjöldi ríkja heimsins studdi þessa ákvörðun í desember síðastliðnum sem sýnir að mögulegt er að binda enda á aftökur um heim allan. Amnesty International hvetur allar ríkisstjórnir til að fylgja fordæmi þeirrar ákvörðunar sem tekin var á Allsherjarþinginu og afnema dauðarefsinguna í eitt skipti fyrir öll," segir í tilkynningunni. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Að minnsta kosti 1.200 einstaklingar voru teknir af lífi árið 2007 og ríkisvaldið tekur marga aðra til viðbótar af lífi með leynd í löndum eins og Kína, Mongólíu og Víetnam. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International. Í tilkynningunni segir að þessar tölur komi fram í árlegri skýrslu samtakanna, Dauðarefsingar og aftökur árið 2007 (Death Sentences and Executions in 2007), þar sem frá því er greint að hið minnsta 1.252 einstaklingar hafi verið teknir af lífi á síðasta ári í 51 landi. Talið er að allt að 27.500 einstaklingar séu á dauðadeildum um heim allan. „Tölurnar sýna einnig að aftökum fer fjölgandi í ýmsum ríkjum. Íran tók að minnsta kosti 317 einstaklinga af lífi árið 2007, Sádi Arabía 143 og Pakistan 135 - í samanburði við 177 í Íran, 39 í Sádi Arabíu og 82 í Pakistan árið 2006. Áttatíu og átta prósent allra aftaka fóru fram í fimm löndum: Kína, Íran, Sádi Arabíu, Pakistan og Bandaríkjunum. Í Sádi Arabíu voru flestir teknir af lífi sem hlutfall af fólksfjölda, en þar á eftir koma Íran og Líbýa. Amnesty International hefur getað staðfest að 470 einstaklingar hafi verið teknir af lífi í Kína - sem setur landið í efsta sæti yfir fjölda aftaka. En samtökin telja að raunverulegar aftökutölur í Kína séu án efa miklu hærri. Skýrslan tiltekur Kína sem forystuþjóð í aftökum í heiminum, en í landinu er dauðarefsingin flokkuð sem ríkisleyndarmál. Heimsbyggðin og gestir Ólympíuleikanna þurfa að geta sér til um þann fjölda sem landið tekur af lífi, en einungis kínversk yfirvöld vita nákvæmlega hve margt fólk hefur verið drepið með leyfi ríkisvaldsins. Hætta verður að taka fólk af lífi með leynd: binda verður enda á leyndina sem umlykur notkun dauðarefsingarinnar. Margar ríkisstjórnir fullyrða að aftökur njóti stuðnings almennings. Fólk hefur rétt til að vita hvað verið er að gera í þeirra nafni. En ýmis góð tíðindi gerðust varðandi dauðarefsinguna árið 2007. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með 104 atkvæðum gegn 54 (29 ríki sátu hjá) að hvetja öll ríki heimsins til að binda enda á notkun dauðarefsingarinnar. Allsherjarþing SÞ tók þá sögulegu ákvörðun að kalla eftir því að öll lönd í heiminum hætti að taka fólk af lífi. Yfirgnæfandi fjöldi ríkja heimsins studdi þessa ákvörðun í desember síðastliðnum sem sýnir að mögulegt er að binda enda á aftökur um heim allan. Amnesty International hvetur allar ríkisstjórnir til að fylgja fordæmi þeirrar ákvörðunar sem tekin var á Allsherjarþinginu og afnema dauðarefsinguna í eitt skipti fyrir öll," segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira