Innlent

Bálskotin á elliheimilinu Grund

„Ég varð strax hrifin af honum þegar ég sá hann," segir kona á níræðisaldri um kærasta sinn sem hún kynntist á elliheimilinu Grund. Þau eru óaðskiljanleg í dag.

Það er ekki oft sem fólk á níræðisaldri finnur ástina að nýju en þannig varð það í tilviki Guðrúnar og Vigfúsar sem bæði eru 83 ára. Guðrún hefur dvalið á elliheimilinu Grund í 10 ár en Vigfús í 5. Guðrún segir að það hafi verið ást við fyrstu sýn þegar þau hittust.

Guðrún og Vigfús rugluðu saman reitum fyrir alvöru þegar þau sameinuðu herbergin. Nú sofa þau í herbergi Vigfúsar og horfa á sjónvarpið í Guðrúnar herbergi. Bæði eru þau við hestaheilsu og hafa nóg fyrir stafni, ferðast saman og bregða sér stundum á Hótel sögu til að gera sér dagamun.

Makar þeirra beggja féllu frá fyrir mörgum árum en þau eiga herskara af börnum frá fyrri hjónaböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×