Erlent

Alþjóðleg matvælakreppa að verða að neyðarástandi

Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að alþjóðleg matvælakreppa sé nú að verða að neyðarástandi.

Hann sagði á fundi í New York að hætta væri á því að verðhækkanir á matvöru þurrkuðu út sjö ár framfara í baráttunni við fátækt í heiminum. Verð á helstu nauðsynjum, einkum hveiti og hrísgrjónum, hefur valdið þungum búsifjum í þróunarlöndum. Bush Bandaríkjaforseti gerði hækkandi matarverð að aðalviðfangsefni ráðherrafundar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×