Innlent

Segja röngum verðmerkingum stríð á hendur

Röngum verðmerkingum í verslunum verður sagt stríð á hendur. Neytendasamtökin segja alltof algengt að verðupplýsingar í verslunum séu rangar og að verð í hillu sé annnað en verð við kassa.

Átakið fer fram á milli klukkan þrjú og sex á morgun en markmið þess er að bæta verulega verðmerkingar í verslunum. Hafa samtökin óskað eftir sjálfboðaliðum til að skrá niður þær verslanir þar sem reglugerðum um verðmerkingar er ekki fylgt eftir.

Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt lélegar merkingar og telja að nú sé tími aðgerða runnin upp eins og segir á heimasíðu samtakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×