Innlent

Flutningabíll sat fastur undir göngubrú

Flutningabifreið með byggingarkrana á palli keyrði undir göngubrú við Reykjanesbraut um þrjú eytið í dag. Sat bíllinn þar fastur í nokkra stund.

Nokkurn tíma tók að losa bifreiðina og urðu einhverjar tafir á umferð. Lögregla mætti á staðinn en bifreiðin losnaði stuttu síðar. Að sögn vitna urðu þónokkur læti þegar vörubifreiðin skall á brúna. Enginn meiðsli urðu á fólki.

Lögreglan var ekki búin að bóka neitt um atvikið þegar Vísir náði af henni tali nú fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×