Erlent

Sextíu og fimm ár síðan að gettó reis í Varsjá

Lech Kaczynski og Simon Perez. Mynd/ AFP.
Lech Kaczynski og Simon Perez. Mynd/ AFP.

Þess hefur verið minnst í dag að 65 ár eru síðan að gettó reis í Varsjá. Aðalathöfnin var haldin við minnismerki þar sem minnst var hundruða gyðinga sem risu upp gegn tilraunum Þjóðverja til þess að ráða niðurlögum gettósins.

Lech Kaczynski , forseti Póllands, sagði að allur heimurinn þyrfti að vera á varðbergi til að koma í veg fyrir að atburðir eins og helförin endurtæku sig. Simon Perez , forseti Ísrael, sagði að minningin um gyðingana lýsti sigri mannúðar á ofbeldinu.

Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina í dag. Þar á meðal fórnarlömb helfararinnar og stjórnmálamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×