Innlent

Olía lak úr skipi í Sundahöfn

MYND/Hari

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú töluverðan viðbúnað í Sundahöfn eftir að díselolía lak úr flutningaskipinu Laxfossi.

Tilkynnt var um lekann um þrjúleytið og voru bæði bátar slökkviliðs og bílar sendir á vettvang ásamt mengunarteymi. Fljótlega tókst að komast fyrir lekann en skipið liggur við bryggju við korngeymslurnar í Sundahöfn og að sögn slökkviliðs er 300-500 fermetra olíuflekkur í höfninni.

Þá munu fulltrúar frá Faxaflóahöfnum, Umhverfisstofun og Siglingastofnun einnig vera á vettvangi til þess að meta ástandið. Verið er að undirbúa hreinsun olíunnar sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×