Innlent

Runólfur og Magnús saman á ný

Magnús Árni Magnússon
Magnús Árni Magnússon

Magnús Árni Magnússon hefur verið ráðin framkvæmdastjóri klasa skapandi greina hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Hjá Keili mun Magnús Árni vinna fyrir Runólf Ágústsson framkvæmdastjóra en Magnús var aðstoðarrektor á Bifröst þegar Runólfur var þar rektor.

Magnús Árni hefur undanfarin ár verið partner hjá Capacent ráðgjöf en áður en hann hóf störf á Bifröst var Magnús þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1998-1999

Magnús Árni er M.Phil í Evrópufræðum frá University of Cambridge (2001), MA í hagfræði frá University of San Francisco (1998), BA í heimspeki frá HÍ(1997). Hann stundaði einnig nám við Leiklistarskóla Íslands 1989-1991.

Undir klasa skapandi greina hjá Keili fellur frumkvöðlanám ásamt námi og rannsóknum á sviði lista- og hönnunar.

Magnús Árni er kvæntur Sigríði Björku Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×