Innlent

Lítið svigrúm fyrir launahækkanir

Gunnlaugur Sigmundsson. Mynd/ Valgarður.
Gunnlaugur Sigmundsson. Mynd/ Valgarður.

„Það er afar sorglegt ef að fólk sem hefur það betra en margir aðrir í samfélaginu ætlar að grípa til verkfallsaðgerða og ég vona að til þeirra komi ekki," segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair Group.

Félagsmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna ákváðu á fundi sínum í gær að leggja til við samninganefnd sína að hún hefji nú þegar undirbúning að boðun verkfalls hjá flugmönnum Icelandair ehf.

Gunnlaugur segir að forráðamenn Icelandair hafi verið að horfa til þess samkomulags sem virðist hafa náðst í samfélaginu um hóflegar launahækkanir. Þá segir hann að afkoma í flugi leyfi ekki miklar hækkanir, sérstaklega þegar við bætist þær gríðarlegu hækkanir sem hafi orðið á bensínverði. Gunnlaugur segist ekki hvert eigi að sækja þær launahækkanir sem flugmenn biðji um.

Þá bendir Gunnlaugur á að helsti keppinautur Icelandair notist eingöngu við erlenda flugmenn og þar séu menn ekki að tala um verkfallsaðgerðir. Honum finnist því einkennilegt ef flugmenn á vegum Icelandair séu tilbúnir í verkfallsaðgerðir.

Gunnlaugur segir að áfram verði rætt við forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×