Innlent

Nær ómögulegt að víkja seðlabankastjóra úr starfi

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins virðist nær ómögulegt að víkja Seðlabankastjóra úr starfi vilji hann ekki hverfa af þeim vettvangi sjálfur.

Í 26. til 37. grein fyrrgreindra laga er fjallað um hvaða reglum stjórnvöld beri að hlíta ef ætlunin sé að veita lausn frá embætti. Seðlabankastjóri felllur undir þessi lög þar sem hann er forstöðumaður sjálfstæðrar ríkisstofnunnar skipaður í embættið af forsætisráðherra.

Umræða hefur verið um hvort víkja beri Davíð Oddsyni seðlabankastjóra úr starfi þar sem aðgerir Seðlabankans í peningamálum hafi ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt.

Samkvæmt lögunum ber í fyrstu að veita viðkomandi embættismanni lausn frá störfum um stundarsakir, eða veita honum áminningu og gefa honum kost á að bæta ráð sitt.

Fari svo að honum sé veitt lausn um stundarsakir skal mál hans rannsakað af nefnd sérfróðra manna sem ákveður hvort veita eigi embættismanninum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu.

Hægt er að sjá lögin í heild sinni hér: http://www.althingi.is/lagas/135a/1996070.html




Fleiri fréttir

Sjá meira


×