Innlent

Borgin hætti við sölu hússins

Fríkirkjuvegur 11. Ómetanlegt gildi fyrir Reykvíkinga segir VG.
Fríkirkjuvegur 11. Ómetanlegt gildi fyrir Reykvíkinga segir VG. fréttablaðið/vilhelm
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, vill að borgin hætti við sölu á Fríkirkjuvegi 11 til Björgólfs Thors Björgófssonar.

„Hallargarðurinn og fasteignin sem í honum stendur hefur ómetanlegt menningarsögulegt gildi fyrir Reykvíkinga alla. Þar sem ljóst er að núverandi eigendur telja breytingar á garðinum mikilvægar til að nýting hússins gagnist þeim ættu borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að salan gangi til baka og borgin fái fullt forræði yfir húsinu og garðinum öllum,“ sagði í tillögu Þorleifs sem borgarráð frestaði í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×