Innlent

Samið við Indónesa um samstarf í sjávarútvegi

MYND/Sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytið

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Freddy Numberi, sjávarútvegsráðherra Indónesí,u skrifuðu í morgun undir viljayfirlýsingu milli þjóðanna um samstarf á sviði sjávarútvegs.

Numberi er staddur hér á landi og mun í dag heimsækja íslensk fyrirtæki og stofnanir til þess að fá meðal annars innsýn í íslenskan sjávarútveg. Fram kemur á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að Numberi hafi flutt erindi um indónesískan sjávarútveg á opnum fundi á Grand Hóteli í morgun. Þar voru möguleikar erlendra aðila til að fjárfesta í greininni í Indónesíu kynntir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×