Erlent

Vatíkanið segir nútímatækni spilla sálinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Benedikt XVI.
Benedikt XVI. MYND/Telegraph

Vatíkanið varar við því að nútímatækni á borð við farsíma og Netið geti verið beinlínis heilsuspillandi fyrir sálina. Öll þessi nýja tækni ræni fólk hreinlega þeim tíma sem það þurfi til að sinna andlegum málefnum.

Þetta segir talsmaður Benedikts XVI Páfa. Sjálfur lét Páfinn þau orð falla í ávarpi nýlega að fjármálakreppa heimsins væri sönnun þess að veraldleg gæði væru lítils virði samanborið við andlegan auð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×