Erlent

Breskur skipajöfur meðal látinna í Mumbai

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Telegraph

Breski skipajöfurinn Andreas Liveras var meðal þeirra erlendu ferðamanna sem létu lífið í árás hryðjuverkamanna á Taj Mahal-hótelið í Mumbai í fyrrakvöld.

Liveras var skotinn til bana aðeins örfáum mínútum eftir að hafa verið í beinni útsendingu breska ríkisútvarpsins BBC gegnum síma á hótelherbergi sínu þaðan sem hann lýsti atburðunum. Liveras átti fyrirtæki sem ber nafn hans og leigir út íburðarmiklar lúxussnekkjur. Það er metið á tæplega 70 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×