Ólafur ætlar að skoða sporslur og greiðslur til borgarfulltrúa - Situr ekki undir spillingarbrigslum Andri Ólafsson skrifar 8. maí 2008 15:57 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir að það sé "ósmekklegt" að segja Jakob Frímann Magnússon fái 860 þúsund krónur á mánuðir fyrir að gegna starfi framkvæmdastjóra miðborgarmála eins og segir í launasamningi hans. Ólafur segir að í þeirri tölu séu 140 þúsund krónur sem Jakob fái fyrir að gegna nefndarstörfum fyrir Reykjavíkurborg. Jakob er formaður hverfisráðs miðborgar og situr í menningar og ferðamálanefnd borgarinnar. Ólafur segir að allar líkur séu á því að Jakob muni ekki gegna þeim störfum áfram taki hann að sér hina nýu framkvæmdastjórastöðu. "Ef það leikur minnsti vafi á að nefndarstörfin séu ósamrýmanlegt störfum hans hjá borginni þá dettur hvorki honum né mér í hug að haldið verði áfram þar," segir Ólafur. Vísir ræddi við Jakob Frímann Magnússon í kjölfarið og sagði hann að enginn ákvörðun hefði verið tekin um hvort hann myndi gegna nefndarstörfum meðfram nýja starfinu. Borgarstjóra þykir sárt að vera bendlaður við það að hygla mönnum aða að fara illa með almannafé. "Sérstaklega þar sem ég hef aldrei á mínum 16 árum sem borgarfulltrúi ferðast eða þegið dagpeninga frá borginni," segir Ólafur og bætir við að sumir þeirra borgarfulltrúa sem hæst láti núna ættu að "skoða sjálfan sig". "Mér finnst að borgarfulltrúar ættu að vera meira við. Þeir eru að mínu mati allt of mikið í útlöndum," segir hann. Hann segist jafnframt ætla, í tilefni af þeirri umræðu sem nú eru uppi, að skoða allt umhverfi borgarfulltrúa, sporslur ferðir, dagpeninga og annað slíkt. "Vegna þess að það er verið að draga upp þá mynd af borgarstjóranum að hann sé á einhvern hátt spilltur eða fari illa með almannafé. Það er eitthvað sem ég ætla ekki að sitja undir." Ítarlegt viðtal er við Ólaf F. Magnússon í Íslandi í dag í kvöld. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir að það sé "ósmekklegt" að segja Jakob Frímann Magnússon fái 860 þúsund krónur á mánuðir fyrir að gegna starfi framkvæmdastjóra miðborgarmála eins og segir í launasamningi hans. Ólafur segir að í þeirri tölu séu 140 þúsund krónur sem Jakob fái fyrir að gegna nefndarstörfum fyrir Reykjavíkurborg. Jakob er formaður hverfisráðs miðborgar og situr í menningar og ferðamálanefnd borgarinnar. Ólafur segir að allar líkur séu á því að Jakob muni ekki gegna þeim störfum áfram taki hann að sér hina nýu framkvæmdastjórastöðu. "Ef það leikur minnsti vafi á að nefndarstörfin séu ósamrýmanlegt störfum hans hjá borginni þá dettur hvorki honum né mér í hug að haldið verði áfram þar," segir Ólafur. Vísir ræddi við Jakob Frímann Magnússon í kjölfarið og sagði hann að enginn ákvörðun hefði verið tekin um hvort hann myndi gegna nefndarstörfum meðfram nýja starfinu. Borgarstjóra þykir sárt að vera bendlaður við það að hygla mönnum aða að fara illa með almannafé. "Sérstaklega þar sem ég hef aldrei á mínum 16 árum sem borgarfulltrúi ferðast eða þegið dagpeninga frá borginni," segir Ólafur og bætir við að sumir þeirra borgarfulltrúa sem hæst láti núna ættu að "skoða sjálfan sig". "Mér finnst að borgarfulltrúar ættu að vera meira við. Þeir eru að mínu mati allt of mikið í útlöndum," segir hann. Hann segist jafnframt ætla, í tilefni af þeirri umræðu sem nú eru uppi, að skoða allt umhverfi borgarfulltrúa, sporslur ferðir, dagpeninga og annað slíkt. "Vegna þess að það er verið að draga upp þá mynd af borgarstjóranum að hann sé á einhvern hátt spilltur eða fari illa með almannafé. Það er eitthvað sem ég ætla ekki að sitja undir." Ítarlegt viðtal er við Ólaf F. Magnússon í Íslandi í dag í kvöld.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira