Innlent

Pólverji áfrýjar nauðgunardómi

Pólverjinn Robert Dariusz Sobiecki, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi á föstudag fyrir að nauðga konu á Hótel Sögu, hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, við Vísi.

Mál Sobiecki hefur vakið mikla athygli. Hann var sýknaður í héraðsdómi í fyrra en Hæstiréttur ógilti þann úrskurð og vísaði málinu aftur í hérað. Þar komust nýir dómarar að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur og dæmdu hann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga 19 ára stúlku á salerni á Hótel Sögu þann 17. mars á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Dæmdur fyrir nauðgun á Hótel Sögu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan pólskan karlmann, Robert Dariusz Sobiecki í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á salerni í kjallara Hótels Sögu í Reykjavík í mars í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina og hálfa milljón í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×