Lífið

Titanic elskendur saman á ný

Leikararnir Leonardo DiCaprio og Kate Winslet birtast saman á hvíta tjaldinu á ný eftir að þau léku elskhuga í kvikmyndinni Titanic fyrir tíu árum. Kate segir spennu ennþá ríkja milli þeirra

Parið leikur elskendur enn og aftur í kvikmyndinni Revolutionary Road, sem Óskarsverðlaunahafinn og eiginmaður Kate, Sam Mendes, leikstýrir.

Það neistar enn milli leikaraparsins Leonardo og Kate.

,,Aldrei hefði mér dottið í hug að spennan milli mín og Leo væri enn til staðar eftir að við lékum saman í Titanic," segir Kate aðspurð hvernig henni leið að leika á ný með mótleikara sínum, Leonardo.

,,Ég minnti Leonardo í sífellu á hvað þetta væri allt skrýtið og í miðjum ástarsenum hlógum við að þeirri staðreynd að við erum eingöngu vinir og leikstjórinn eiginmaður minn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.