Lífið

Brangelinubörn gúffa í sig ruslfæði

Stjörnurnar eru margar hverjar með heilsu og megrun á heilanum, en svo virðist ekki vera með Angelinu Jolie og Brad Pitt. Að minnsta kosti ekki þegar kemur að matarræði barnanna þeirra.

Samvkæmt heimildum Life & Style lifa krakkarnir fjórir á ruslfæði. Þeir sem vilja ís í morgunmat fá hann, og snakk og súkkulaði er auðfengið. Heimildamaðurinn segir ástæðu þessa fyrst og fremst vera að Brangelina vilji ekki að kokkar og fóstrur sjái um krakkastóðið, heldur gera það sjálf. Þar sem þau kunna ekki að elda reiða þau sig á pakkamat sem þarf lítið eða ekkert að elda.

Vinur leikaranna sagði þó við blaðið að þetta væri ekki svo einfalt. Brangelina vildu endilega að börnin þeirra ættu sem eðlilegasta æsku, og vildu því leyfa þeim að gúffa í sig súkkulaði og kartöfluflögum eins og þau gerðu sjálf sem krakkar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.