Svartir englar ekki á Dagvakt 19. september 2008 16:15 Þórhallur Gunnarsson sem jafnframt er menntaður leikari er dagskrárstjóri innlendrar dagskrár á Ríkissjónvarpinu. Íslensku sjónvarpsþættirnir Svartir englar og Dagvaktin verða ekki til sýningar á sama tíma í haust í Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, gagnrýndi nýverið í Fréttablaðinu Ríkissjónvarpið og Þórhall Gunnarsson, dagskrárstjóra innlendrar dagskrár á Ríkissjónvarpinu, fyrir að stilla Svörtum englum upp á sama útsendingartíma og Dagvaktin. Þórhallur svaraði og sagði að Ríkissjónvarpið tæki ekki tillit til þess í dagskrársetningu hvað Stöð 2 væri að gera. Þórhallur og Pálmi fóru í framhaldinu yfir málið og hafa nú slíðrað sverðin. ,,Við ákváðum þetta fyrst og fremst með hagsmuni áhorfenda í huga sem geta nú notið innlends sjónvarpsefnis á báðum stöðvum," segir Þórhallur sem kveðst ánægður með niðurstöðuna. Báðir þættirnir verða frumsýndir næstkomandi sunnudagskvöld. Kátir saman. Félagarnir Georg, Ólafur Ragnar og Daníel. Daníel, Georg og Ólafur Ragnar sameinast á Dagvaktinni Dagvaktin er sjálfstætt framhald af Næturvaktinni sem sló í gegn síðastliðinn vetur og vann tvenn Eddu-verðlaun 2007 í flokkunum Leikið sjónvarpsefni ársins og Vinsælasti sjónvarpsþátturinn. Í þáttaröðinni verða endurnýjuð kynnin við þá þremenninga, Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel. Í upphafi þessarar nýju þáttaraðar liggja leiðir þeirra saman á ný alveg óvænt, og það á ólíklegasta stað sem hugsast getur, vestur á Hótel Bjarkalundi. Þar vinna þeir enn á ný saman og hafa nú fengið nýjan yfirmann, hina þéttvöxnu og ákveðnu Guggu, sem leikin er af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Allt að fara til fjandans í Svörtum englum Svartir englar er ný íslensk spennuþáttaröð byggð á bókunum Skítadjobb og Svartir englar eftir Ævar Örn Jósepsson. Sagan gerist í Reykjavík nútímans og eru höfuðpersónur þáttaraðarinnar fjórir lögreglumenn: Stefán, Katrín, Árni og Guðni. ,,Þau eru sammála um að á Ísland sé allt að fara til fjandans. Örvæntingarfull barátta lögreglunnar við mjög erfiðar aðstæður er undirliggjandi tónn þáttaraðarinnar. Innri barátta aðalpersónanna og veikleikar þeirra setja svip á söguna og sú tilfinning að það sé skítadjobb að vera í lögreglunni er greinileg," segir um þáttinn á vefsíðu Rúv. Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Íslensku sjónvarpsþættirnir Svartir englar og Dagvaktin verða ekki til sýningar á sama tíma í haust í Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, gagnrýndi nýverið í Fréttablaðinu Ríkissjónvarpið og Þórhall Gunnarsson, dagskrárstjóra innlendrar dagskrár á Ríkissjónvarpinu, fyrir að stilla Svörtum englum upp á sama útsendingartíma og Dagvaktin. Þórhallur svaraði og sagði að Ríkissjónvarpið tæki ekki tillit til þess í dagskrársetningu hvað Stöð 2 væri að gera. Þórhallur og Pálmi fóru í framhaldinu yfir málið og hafa nú slíðrað sverðin. ,,Við ákváðum þetta fyrst og fremst með hagsmuni áhorfenda í huga sem geta nú notið innlends sjónvarpsefnis á báðum stöðvum," segir Þórhallur sem kveðst ánægður með niðurstöðuna. Báðir þættirnir verða frumsýndir næstkomandi sunnudagskvöld. Kátir saman. Félagarnir Georg, Ólafur Ragnar og Daníel. Daníel, Georg og Ólafur Ragnar sameinast á Dagvaktinni Dagvaktin er sjálfstætt framhald af Næturvaktinni sem sló í gegn síðastliðinn vetur og vann tvenn Eddu-verðlaun 2007 í flokkunum Leikið sjónvarpsefni ársins og Vinsælasti sjónvarpsþátturinn. Í þáttaröðinni verða endurnýjuð kynnin við þá þremenninga, Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel. Í upphafi þessarar nýju þáttaraðar liggja leiðir þeirra saman á ný alveg óvænt, og það á ólíklegasta stað sem hugsast getur, vestur á Hótel Bjarkalundi. Þar vinna þeir enn á ný saman og hafa nú fengið nýjan yfirmann, hina þéttvöxnu og ákveðnu Guggu, sem leikin er af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Allt að fara til fjandans í Svörtum englum Svartir englar er ný íslensk spennuþáttaröð byggð á bókunum Skítadjobb og Svartir englar eftir Ævar Örn Jósepsson. Sagan gerist í Reykjavík nútímans og eru höfuðpersónur þáttaraðarinnar fjórir lögreglumenn: Stefán, Katrín, Árni og Guðni. ,,Þau eru sammála um að á Ísland sé allt að fara til fjandans. Örvæntingarfull barátta lögreglunnar við mjög erfiðar aðstæður er undirliggjandi tónn þáttaraðarinnar. Innri barátta aðalpersónanna og veikleikar þeirra setja svip á söguna og sú tilfinning að það sé skítadjobb að vera í lögreglunni er greinileg," segir um þáttinn á vefsíðu Rúv.
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira