Innlent

Tíu mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið ölvaður og án ökuréttinda í tvígang.

Annars vegar ók maðurinn ölvaður í Vestmannaeyjum í febrúar 2006 og hins vegar á Akureyri í júní í fyrra. Út frá framburði vitna var hann sakfelldur fyrir brotin en hann neitaði sök í báðum tilvikum.

Maðurinn hefur frá árinu 1986 hlotið fimmtán dóma fyrir ölvunarakstur og og með fjórtán þeirra jafnframt dæmdur fyrir að aka sviptur ökurétti. Síðast var hann dæmdur fyrir slík brot í Hæstarétti í febrúar í fyrra, í sex mánaða fangelsi. Með síðara brotinu nú rauf hann reynslulausn þess brots og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×