Íslenski boltinn

Hannes: Staðfesting á að maður hefur verið að gera vel

Elvar Geir Magnússon skrifar
Framarar eru í þriðja sætinu.
Framarar eru í þriðja sætinu.

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var valinn markvörður umferða 1-7 í Landsbankadeild karla. Framarar eru í þriðja sætinu og hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk á tímabilinu, fæst allra liða.

„Jú ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið það sem af er. Við erum í þriðja sæti og fáum á okkur fá mörk. Við erum mjög þéttir sem lið og mótið fer vel af stað fyrir okkur," sagði Hannes.

Auðun Helgason, varnarmaður Fram, var einnig í liði umferðarinnar. Hannes býr við það að hafa mjög reynda menn fyrir framan sig.

„Já reynslan verður ekki tekin af þeim. Þeir hafa staðið sig hrikalega vel og ná vel saman. Þeir hafa hjálpað mér mikið við að reyna að halda markinu hreinu. Við erum að vinna vel saman."

„Liðið brotnar ekki auðveldlega. Ef við töpum leik þá erum við bara ákveðnir að vinna þann næsta. Menn eru brosandi á æfingum, jákvæðir og hrósandi. Það skilar sér í leikina," sagði Hannes.

Hann var að vonum ánægður með viðurkenninguna. „Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er staðfesting á því að maður hefur verið að gera vel," sagði Hannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×