Innlent

Fimmtán mánaða dómur fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundna, fyrir fíkniefnabrot.

Alls fundust um 160 grömm af marijúana, tæp 10 grömm af kókaíni, fjögur grömm af amfetamíni og um 280 skammtar af LSD á heimili mannsins við húsleit lögreglu í apríl síðastliðnum. Segir í ákæru að efnin hafi verið ætluð til sölu.

Maðurinn játaði á sig vörslu efnanna en neitaði því að hann hefði ætlað að selja þau. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil en með þessu fíkniefnabroti rauf hann skilorð dóms sem hann hlaut í fyrra. Var sá dómur tekinn upp og manninum dæmd refsing í einu lagi. Hins vegar var tekið tillit til þess að maðurinn hefði að undanförnu reynt að bæta líferni sitt og hætta vímuefnaneyslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×