Innlent

Skiptar skoðanir innan SA um inngöngu í ESB

Þór Sigfússon formaður SA og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri.
Þór Sigfússon formaður SA og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri.

Afstaða félagsmanna Samtaka atvinnulífsins til inngöngu í Evrópusambandið skiptist nokkuð jafnt. Um 43% eru hlynntir inngöngu, um 40% andvígir og 17% óvissir, ef marka má upplýsingar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra birtir á heimasíðu sinni í kvöld.

Nokkur styr hefur staðið um afstöðu Samtaka atvinnulífsins til Evrópusambandsins og hafa forystumenn Landssambands íslenskra útvegsmanna sagt að ef SA lýsi yfir eindregnum stuðningi við inngöngu í ESB að þá muni LÍÚ segja sig úr samtökunum.

Átta félög eiga aðild að SA, en það eru auk LÍÚ, Samtök ferðaþjónustunnar, Samorka, Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samtök fiskvinnslustöðva og Samband verslunar og þjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×