Innlent

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins með áttföld laun verkamanns

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er með áttföld laun verkamanns. Hann er einnig með hærri laun en yfirmaður hans, viðskiptaráðherra, og forsætisráðherra.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er með 1,7 milljón í mánaðarlaun. Þetta kom fram í svari Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á Alþingi í dag. Jafnframt kom fram að aðstoðarforstjórinn fær 1.250.000 og Jón Sigurðsson stjórnarformaður fær 520 þúsund.

Í launatöflum Kjararáðs kemur fram að ríkisstjórnin er með lægri laun en Jónas Fr. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, er með rúmar 1200 þúsund og ráðherrar eru með rúm 1100 þúsund. Á vef hagstofunnar má sjá að meðallaun verkafólks voru 209.000, skrifstofufólks 271 þúsund, iðnaðarmanna 313 þúsund og stjórnenda 638 þúsund. Af þessu má sjá að laun forstjóra Fjármálaeftirlitsins eru áttföld laun verkamanna. Með öðrum orðum - laun Jónasar myndu duga til að borga átta verkamönnum laun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×