Innlent

Lífeyrissjóðirnir tapa tugum milljarða

Lífeyrisréttindi landsmanna munu skerðast vegna þrots viðskiptabankanna. Sjóðirnir hafa tapað tugum milljarða króna.

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrrissjóða gekk á óformlegan fund fjármála- og viðskiptaráðherra í morgun til að fara yfir stöðu mála. Burðarmestu lífeyrissjóðirnir - LSR, Lífeyrissjóður Verslunarmanna og Gildi - eru á lista yfir stærstu hluthafa í Landsbankanum og Kaupþingi og hafa tapað tugmilljörðum króna. Fullkomin óvissa virðist ríkja, staðan er grafalvarleg og höggið þungt.

Þeir forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem fréttastofa hefur náð tali af, vilja taka það fram að fólk þurfi ekki að óttast að allur þeirra lífeyrir sé tapaður, því aðrar eignir lífeyrissjóðanna séu enn sterkar. / Skerðing á lífeyrisréttindum - 5 prósent eða meira - virðist þó óumflýjanleg, en hún kemur ekki til fyrr en eftir áramót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×