Innlent

Lundey landaði 730 tonnum í Vopnafirði

Lundey. Mynd/ HB Grandi.
Lundey. Mynd/ HB Grandi.
Lundey NS kom til Vopnafjarðar nú upp úr hádeginu með alls um 730 tonn af síld. Aflinn fékkst aðallega á Jan Mayensvæðinu en að sögn Stefáns Geirs Jónssonar, sem er skipstjóri í þessari veiðiferð, var einnig tekið eitt hol í Síldarsmugunni.

„Þetta voru alls fjögur hol. Síldin er mjög góð eða um 360 grömm að þyngd að jafnaði. Við höfum fengið ágætis ferðaveður og erum því að vonast til þess að að minnsta kosti þriðjungur aflans henti til vinnslu hjá fiskiðjuverinu á Vopnafirði. Annað fer í bræðslu," segir Stefán Geir í frétt á vef HB Granda.

Veiðisvæðið er rúmar 300 sjómílur frá Vopnafirði en á svæðinu voru sjö íslensk skip þegar Lundey NS hélt heim á leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×