Innlent

Menn á nokkurs konar neyðarvakt

Forseti ASÍ segir menn vera á nokkurs konar neyðarvakt, ekki sé verið að huga að hugsanlegri endurskoðun kjarasamninga í ástandi sem breytist nánast frá klukkutíma til klukkutíma.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í Kastljósviðtali í vikunni að einn þáttur í að komast í gegnum fjármálakreppuna væri samvinna við aðila vinnumarkaðarins og að það þyrfti að ,,haga kjarasamningum þannig að það skapist ró eins og hann orðaði það.

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að fjölmargir hafi komið að viðræðum við ríkisstjórnina og til hefði staðið að setja saman svonefndan pakka sem næði yfir allt atvinnlífið þannig að ekkert væri undanskilið. Það hefði komið í ljós að engin lausn hefði falist í því sem menn hefðu reynt að gera þarna.

Um endurskoðun kjarasamninga sé ekkert hægt að segja. Það eigi að endurskoða samninga í febrúar en hann geti ekki svarað því hvort það verði gert fyrr.

Menn séu í öðrum hlutum en kjarasamningum núna. „Við erum bara núna á neyðarvakt og auðvitað sitjum við yfir því með hvaða hætti við getum lágmarkað skaðann fyrir okkar fólk," segir Grétar.

Verkalýðsfélögin eru uggandi um hag félagsmanna sinna. „Það er neyðarástand í þessu landi," segir Grétar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×