Innlent

Bresku blöðin í fyrramálið

The Daily Telegraph
The Daily Telegraph

Forsíður allra stærstu dagblaðanna í Bretlandi á morgun snúast um bankakreppuna á Íslandi. Í Bretlandi er það siður að fréttastöðvarnar fara yfir forsíður blaðanna og ræða um málefnin sem þar eru sett í forgrunn.

Daily Mail tekur ansi stórt upp í sig en forsíðu blaðsins prýðir stórt stríðsletur með fyrirsögninni:

„Cold War!"

Daily Mail tekur í svipaðan streng og talar einnig um Kalt Stríð, þar sem Gordon Brown er sagður brjálaður út í íslensk stjórnvöld.

The Daily Telegraph er ekkert að skafa utan af því og sendir íslenskum stjórnvöldum skýr skilaboð.

„Give us our money back"

The Guardian talar einnig um bankakreppuna sem nú skellur á Ísland og býður upp á fyrirsögnina:

„Lost in Iceland: ₤1billion from councils, charities and police"

The Indepent er líka uppfullt af svartsýni með fyrirsögninni:

„Councils trapped in ₤1bn black hole"

Hér að neðan má sjá forsíður bresku blaðanna.















Daily Mail
Daily Mirror
Daily Telegraph
The Guardian
The Independent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×