Innlent

Reyndi að stinga lögregluna af á Vesturlandsvegi

Ungur ökumaður á stolnum bíl reyndi að stinga lögreglu af með ofsaakstri eftir að hafa mælst á 144 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi undir Úlfarsfelli um eittleytið í nótt.

Hann sveigði niður í Grafarvoginn og jók hraðann til muna en lögreglumenn hægðu ferð sína þegar hann nálgaðist byggðina. Brátt óku þeir fram á bílinn yfirgefinn, en sáu til fjögurra ungmenna á hlaupum.

Lögreglumenn hlupu þau uppi og reyndist þar vera ökumaðurinn og þrír farþegar hans. Ökumaðurinn er enn til yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×