Erlent

Segja færri skoðanir fjölga slysum

Fjöldi slysa og dauðsfalla í umferðinni myndi stóraukast ef dregið yrði úr tíðni ástandsskoðana, að því er kemur fram í nýrri skýrslu frá breska samgönguráðuneytinu.

Reglur um skoðun ökutækja eru þær sömu í Bretlandi og hér á landi. Í skýrslunni er kannað hve fýsilegt það væri að draga úr tíðni skoðana á ökutækjum, jafnvel niður í lágmarkstíðni Evrópusambandsins. Þá er fyrsta skoðun eftir fjögur ár, og síðan á tveggja ára fresti eftir það, líkt og lagt hefur verið til að verði hér á landi.

Að mati skýrsluhöfunda er heilt á litið fjárhagslega hagkvæmt að hafa skoðanir tíðar. Með því að draga úr þeim yrðu fleiri slitnir og bilaðir bílar á götunum, með þeim óhjákvæmilegu afleiðingum að slys yrðu tíðari og banaslysum myndi fjölga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×