Lífið

Varir Ásdísar

Ásdís Rán. Smelltu á mynd til að stækka.
Ásdís Rán. Smelltu á mynd til að stækka.

„Mér hefur svo sannarlega tekist að hrista upp í þjóðinni í heimsókn minni og það sem brennur nú á vörum flestra á klakanum eru VARIRNAR á mér," skrifar Ásdís Rán á bloggið sitt.

Á blogginu ljóstrar Ásdís upp að hún stækkar varirnar með glossi.

„Nei, hún er ekki á auglýsingasamning hjá Guerlain," segir Elísabet.

Vísir hafði samband við Elísabetu Jónsdóttur sem starfar fyrir heildsöluna Forval, söluaðila undraglossins sem Ásdís notar.

„Það er hægt að ýkja varirnar með réttri aðferð og réttum litum, þannig að þær virðast þrýstnari og þokkafyllri að margra mati," segir Elísabet aðspurð hvort undraglossið stækki varirnar eins og í tilfelli Ásdísar.

„Eins og ég útskýrði er hægt að ýkja varirnar með réttri aðferð og réttum litum, þannig að þær virðast þrýstnari og þokkafyllri að margra mati."

„Lip lift frá Guerlain dregur úr fínum línum í kring um varirnar og auðveldar því að nota varalitablýant aðeins út fyrir raunverulega varalínu svo er bara að velja liti sem hentar hverjum og einum og nota ljósasta innst þá fæst lookið, þokkafullar varir," segir Elísabet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.