Innlent

Vilja Sparisjóð Mýrasýslu aftur

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur óskað eftir viðræðum við ríkisstjórn Íslands um framtíð Sparisjóðs Mýrasýslu með það í huga að færa eignarhaldið aftur heim í hérað. Þetta er gert í ljósi þess hvernig staða Kaupþings er nú og að stofnuð hefur verið skilanefnd yfir bankann innanlands.

Um miðjan ágúst síðastliðinn var kosin ný stjórn yfir Sparisjóð Mýrasýslu í tengslum við stofnfjáraukningu í sjóðnum þar sem Sparisjóður Kaupþings hf. og Straumborg hf. skuldbundu sig til að leggja fram tveggja milljarða króna stofnfé í sjóðinn. Ekki var formlega búið að ganga frá yfirtöku Kaupþings á Sparisjóði Mýrasýslu þar sem samþykki var ekki komið frá Fjármálaeftirlitinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×