Lífið

Bond-bíllinn á bólakaf í Gardavatn

Hífa þurfti bílinn upp af botni Gardavatnsins með krana.
Hífa þurfti bílinn upp af botni Gardavatnsins með krana. MYND/AP

James Bond, njósnari hennar hátignar, mun að sjálfsögðu aka um á forláta Aston Martin í nýjustu Bond myndinni, Quantum of Solace. Litlu mátti muna að illa færi þegar áhættu ökumaður myndarinnar var að ferja græjuna á tökustað við Gardavatn á Ítalíu í vikunni.

Hann var á fleygiferð í úrhellis rigningu og missti stjórn á Aston Martin DBS tryllitækinu með þeim afleiðingum að bíllinn flaug út í vatnið, rétt og um atriði í bíómynd væri að ræða.

Bjögunarliði tókst að bjarga ökumanninum sem slapp án mikilla meiðsla. Bíllinn er hins vegar illa farinn og það sem meira er, þetta var eini bíllinn sem framleiðendur myndarinnar höfðu til taks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.