Innlent

Blóðugt niðurskurðarfrumvarp

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er blóðugt niðurskurðarfrumvarp, að mati Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna.

,,Allar forsendur gamla frumvarpsins eru foknar út í veður og vind. Hér er um að ræða blóðugt niðurskurðarfrumvarp," segir Steingrímur. Frumvarpið er að hans mati sameiginlegt útspil ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. ,,Enda deila þessir aðilar nú með sér völdum í landinu. Og ekki í miklu umboði þjóðarinnar."

Tekjuskattur hækkar um eitt prósentustig auk þess sem sveitarfélögin fá heimild til að hækka útsvar um hálft prósentustig. Þetta er meðal þess sem er í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórnin kynnti í morgun. Halli ríkisjóðs á næsta ári stefnir í hundrað og sjötíu milljarða króna.

Steingrímur gagnrýnir að fjárlaganefnd hafi fengið að sjá frumvarpið á sama tíma og forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu efni frumvarpsins á blaðamannafundi. ,,Fjárlaganefnd voru veittar litlar upplýsingar og afdrifaríkir þættir eiga að bíða til þriðju umræðu."

,,Ég gagnrýni sérstaklega að farið sé inn í almannatryggingakerfið með skerðingar og síðan að tekjuöflunin skuli vera flatar skattahækkanir." Eðlilegra hefði verið að dreifa byrðunum á annan hátt. Svo sem með því að taka upp hátekjuskatt eða hækka skattleysismörk.

,,Í reynd er þetta frumvarp áframhald á lágtekjuskattpíningarstefnu fyrri ríkisstjórnar," segir Steingrímur.






Tengdar fréttir

Tekjuskattur verður hækkaður um eitt prósentustig

Tekjuskattur hækkar um 1 prósentustig auk heimildar til hækkunar á útsvari. Með þessum og fleiri aðgerðum mun halli ríkissjóðs verða 165 – 170 milljarðar króna en hefði að óbreyttu geta orðið u.þ.b. 215 milljarðar.

Útilokar ekki frekari skattahækkanir

Nú rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi í Alþingishúsinu þar sem fjárlagafrumvarpið var kynnt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen ræddu við fjölmiðla. Geir útilokaði ekki að skattar yrðu hækkaðir frekar en samkvæmt frumvarpinu verður tekjuskattur hækkaður um 1 prósentustig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×