Innlent

Hellisheiðin lokuð vegna óveðurs

Búið er að loka Hellisheiði vegna óveðurs og lélegra akstursskilyrða. Umferð verður beint um Þrengslin.

Þá er vegurinn undir Hafnarfjalli lokaður frá Hvalfjarðargöngum og í Borgarnes. Þar er vindhraðinn 55 m/sek í hviðum. Vegfarendur eru hvattir til þess að fara varlega og bíða af sér mesta veðurhaminn.

Vegagerðin varar við óveðri í kvöld og eitthvað framm á nótt. Þá sérstaklega Sunnan- og Vestanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×