Innlent

Tugir björgunarsveitamanna sinna óveðursútköllum

Björgunarsveitarmenn að störfum í Lindarhverfi í Kópavogi í kvöld. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveitarmenn að störfum í Lindarhverfi í Kópavogi í kvöld. Mynd/ Vilhelm.

Um 85 björgunarsveitamenn sinna útköllum á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi vegna óveðurs sem gengur yfir landið og hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð. Fyrsta útkall barst laust eftir klukkan hálfátta í kvöld og eru björgunarsveitir þegar búnar að sinna um 30 aðstoðarbeiðnum.

Útköllin eru af ýmsum toga, lausar þakplötur, ljósastaurar, skilti og aðrir lausir munir fjúka. Búist er við að veðrið nái hámarki í Reykjavík á milli klukkan 21:00 og 24:00 í kvöld. Vindhraði á Suðurnesjum er nú um 28 m/sek.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×