Innlent

Útför Rúnars Júlíussonar í beinni útsendingu á Vísi

Rúnar Júlíusson.
Rúnar Júlíusson. MYND/Fréttablaðið

Útför Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns fer fram frá Keflavíkurkirkju á morgun. Sýnt verður frá útförinni í beinni útsendingu á Vísi. Eins og fram hefur komið verður einnig sýnt beint frá athöfninni í Fríkirkjunni í Reykjavík og í Duus-húsum í Keflavík.

Athöfnin hefst klukkan tvö.

Rúnar, sem var einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, lést aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Rúnar var að stíga á svið á Ránni í Keflavík til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum þegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist.






Tengdar fréttir

Rúnar Júlíusson er látinn

Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi lést aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Útgáfufyrirtæki hans Geimsteinn hélt árlega útgáfukynningu sína á veitingastaðnum Ránni fimmtudagskvöldið 4. desember þar sem listafólk útgáfunnar var saman komið. Rúnar var að fara á svið til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum þegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann.

Hemmi og Bó minnast Rúnars Júlíussonar

Einn af risum íslenskrar dægulagartónlistar, Rúnar Júlíusson, er fallinn frá. Félagar hans segja að hans verði sárt saknað og leitun sé að eins góðum vini.

Valgerður minnist Rúna Júl

Fjölmargir hafa minnst Rúnars Júlíussonar í dag með hlýum orðum. Bæði fólk sem þekkti Rúnar persónulega og aðrir sem hrifust af tónlist hans. Valgerður er ein af mörgum sem hrifust af tónlistinni og tengir góðar minningar við hana.

Fríkirkjan sjónvarpar frá útför Rúnars Júlíussonar

Útför Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns verður sýnd í beinni í Fríkirkjunni í Reykjavík og í Duus-húsum í Reykjanesbæ. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur segist telja að um nýbreytni sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×