Erlent

Tungumálið breytist með tækninni - ertu 404?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Villuboð 404 tákna að vefsíða finnst ekki. Smám saman hefur þetta færst yfir á einstaklinga sem taldir eru glórulausir.
Villuboð 404 tákna að vefsíða finnst ekki. Smám saman hefur þetta færst yfir á einstaklinga sem taldir eru glórulausir.

SMS-skilaboð og ýmiss konar tölvukóðar eru að valda byltingu í slanguryrðum enskumælandi þjóða.

Ef Breti gengur upp að þér og lýsir því yfir að þú sért nú alveg 404 hefurðu fulla ástæðu til að móðgast. Talan er fengin úr villukóðanum sem birtist á tölvuskjá þegar vefsíða sem leitað er að finnst ekki. Þá stendur einfaldlega 404 error eða villa 404. Það er sem sagt verið að gefa í skyn að það vanti nokkrar blaðsíður í þann sem um er rætt.

Orðabókahöfundurinn Jonathon Green segir að þarna verki saman nútímatæknin, atburðir í heiminum og frjór hugur ungu kynslóðarinnar sem oft hefur leiðandi áhrif á tungumálið. Sá sem er 35 er blankur en sá sem er 11 er hreinlega útrunninn. Þetta tengist boðum sem birtast á skjám kortalesara í almenningssamgöngukerfi Lundúnaborgar. Þar þýðir 35 sem sagt að inneign sé ekki fyrir hendi og 11 táknar að kortið sé útrunnið.

Þannig að ef einhver segir þér í jólaboðinu að sparifötin þín séu dálítið 11 geturðu bent honum kurteislega á að skynbragð hans á tísku sé hreinlega 404.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×